„Hann virtist algjörlega meinlaus“

„Þessi maður talaði enga frönsku svo við áttum ekki í neinum samskiptum en við heilsuðumst hins vegar alltaf þegar við mættumst,“ segir hinn franski Yves Langloile sem var nágranni Norðmannsins Kristian „Varg“ Vikernes sem handtekinn var í Frakklandi grunaður um að undirbúa hryðjuverk.

Greint var frá því á mbl.is fyrr í dag að sérsveit frönsku lögreglunnar handtók Vikernes og eiginkonu hans í dögun á heimili þeirra. Vikernes er aðdáandi norska fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik sem hinn 22. júlí árið 2011 myrti 77 í tveimur árásum í Noregi.

„Hann var kurteis. Alltaf úti með hundinn sinn og litla sæta ljóshærða krakkann. Það er allt og sumt. Hann virtist algjörlega meinlaus.“

Jean-Claude Chaffour bæjarstjóri segist hafa tekið eftir því að Vikernes ætti bíl í felulitum og að hann hefði áhuga á hermennsku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert