Vikernes sleppt úr varðhaldi

Varg Vikernes
Varg Vikernes Mynd/AFP

Norðmaðurinn Kristian „Varg“ Vikernes, sem handtekinn var í Frakklandi í vikunni, grunaður um að hafa skipulagt hryðjuverk, var látinn laus úr varðhaldi nú í kvöld. Ástæðan er sú að ekki er nægjanlegur grundvöllur til þess að ákæra hann fyrir brot á 450. gr. frönsku hegningarlaganna um hryðjuverk.

Að sögn Agnes Thibault-Lecuivre, dómara og talsmanns franska ákæruvaldsins, mun hann þess í stað verða ákærður fyrir að hvetja til kynþáttaníðs gegn gyðingum og múslimum. 

Vikernes hefur setið í gæsluvarðhaldi á lögreglustöðinni í Brive-la-Gaillarde í tvo daga, en hann var á þriðjudagsmorgun handtekinn ásamt franskri eiginkonu sinni. Lögmaður Vikernes segir hann afar samvinnuþýðan og að hann aðstoði lögregluna eftir bestu getu til þess að komast til botns í málinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert