Hamas vilja ekki friðarviðræður

Hamas samtökin eru ekki tilbúin til að hefja friðarviðræður við Ísrael, en John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna tilkynnti í dag að fulltrúar Palestínu og Ísrael ætluðu að hefja friðarviðræður á ný.

„Hamas samtökin mótmæla tilkynningu Kerrys um að friðarviðræður skuli aftur hafnar og telja það ekki vera í samræmi við vilja þjóðarinnar,“ sagði Sami Abu Zuhri, talsmaður Hamas samtakanna.

Hann sagði Mahmud Abbas, forseta Palestínu, hvorki hafa rétt til að semja af þeirra hálfu, né af hálfu þjóðarinnar. Þá sagði hann Abbas einungis geta samið fyrir sig sjálfan og að Palentínska þjóðin myndi ekki sætta sig við þetta.

Leiðtogi Hamas samtakanna heldur ræðu á 25 ára afmælisþingi flokksins
Leiðtogi Hamas samtakanna heldur ræðu á 25 ára afmælisþingi flokksins SAID KHATIB
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert