Trúarstríðið truflar fótboltann

Það er ekki fyrir hvern sem er að sýna fótbolta áhuga í Írak. Það getur hreinlega verið stórhættulegt. Vaxandi spenna er á milli súnní og shíta í landinu. Staðir þar sem fólk kemur saman til að fylgjast með fótboltaleikjum eru því skotmark árásarmanna.

En stuðningsmenn íraskra fótboltaliða láta það ekki stöðva sig - þeir eru jafnvel enn ákveðnari enn fyrr að styðja sín lið.

Í febrúar var sprengja sprengd á fótboltavelli sem unglingar voru að æfa sig á. Sautján féllu. Einn þeirra var aðeins ellefu ára.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert