Staðreyndir um konungborna barnið

Vilhjálmur og Kata eru falleg saman
Vilhjálmur og Kata eru falleg saman LEON NEAL

Enn bólar ekkert á komandi erfingja bresku krúnunnar, en fjölmiðlar eru margir hverjir að verða óþreyjufullir eftir þriggja vikna bið fyrir utan fæðingardeildina á St. Mary's.

Fyrir þá sem ekki ráða sér lengur fyrir spennu, er hægt að stytta sér stundir með nokkrum skemmtilegum staðreyndum um komandi og væntanlega mjög krúttlegan erfingja:

1. Erfðafræðingar segja að barnið komi til með að verða fjarskylt Drakúla greifa, prinsinum frá fimmtándu öld sem veitti Bram Stroker innblástur fyrir vampírunni sem flestir þekkja. Þá hafa sérfræðingar einnig rakið ættir barnsins aftur til múslímsks soldáns sem talinn er vera afkomandi Múhameðs spámanns.

2. Kata og Vilhjálmur hafa þegar fengið sængurgjöf frá finnsku þjóðinni, en í pakkanum leyndust meðal annars barnaföt, brjóstapúðar og smokkar.

3. Áður fyrr var venjan sú að innanríkisráðherra fylgdist með fæðingu erfingjans, en hefðinni var endanlega slegið af árið 1936. Blessunarlega fyrir Kötu.

4. Barnið þarf ekki að bera eftirnafn. En ef Vilhjálmi og Kötu þóknast geta þau valið á milli Moundbatten-Windsor, Wales eða Cambridge eftirnafnsins. Ekki slæmir kostir það.

5. Þegar barnið kemur í heiminn verða nokkur fræg kennileiti annað hvort lýst upp í fagurbleikum eða bláum lit, en það veltur allt á kyni barnsins. Þetta verður meðal annars gert við Niagra fossa, CN turninn í Toronto og gosbrunnana á Trafalgar torgi.

6. Blaðamennirnir sem nú bíða fyrir utan spítalann eru margir hverjir gráti nær af leiðindum. Sagan var hins vegar önnur árið 1982, þegar Díana prinsessa átti Vilhjálm. Hún gabbaði fjölmiðla og sagði áætlaðan fæðingardag vera þann 1. júlí, en drengurinn kom hins vegar tíu dögum fyrr í heiminn, allri heimsbyggðinni að óvörum.

7. Veðbankar græða nú á tá og fingri, en hægt er að veðja á nánast allt sem við kemur barninu, allt frá nafni þess til háralits. Samkvæmt veðbönkum er Alexandra líklegasta stúlkunafnið, en Georg þykir fallegt nafn á dreng.

8. Barnið er nú þegar komið eigin síðu á Wikipedia. „Barn hertogans og hertogaynjunnar af Cambridge.“

9. Julia Gillard, fyrrverandi forsætisráðherra Ástalíu, er búin að prjóna kengúru bangsa fyrir barnið.

10. David Beckham hefur stungið upp á því að barnið verði skírt í höfuðið á sér. Ekki liggur fyrir hvort hjónin hyggist verða við áskoruninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert