Vill brenna hjörtu samkynhneigðra

Dmitry Kiselev
Dmitry Kiselev Skjáskot af Youtube

Samkynhneigðir eiga mjög undir högg að sækja í Rússlandi um þessar mundir, en umdeild lagasetning gekk í gildi á dögunum sem leggur háar fésektir við „samkynhneigðum áróðri“ til ungmenna.

Fjölmiðlamaðurinn Dmitrí Kisilev, aðstoðarforstjóri rússneska ríkissjónvarpsins og stjórnandi vinsælasta fréttaþáttar landsins, Vesiti, sagðist í þætti sínum ekki telja lagasetninguna ganga nógu langt.

Þetta kemur fram í frétt Huffington Post.

„Samkynhneigðum ætti að vera óheimilt að gefa blóð og sæði,“ sagði Kisilev. „Ef þeir lenda í slysi ættu hjörtu þeirra að vera grafin eða brennd því þeir eru ekki hæfir til áframhaldandi lífs.“

Samkvæmt heimildum mbl.is mun Kisilev hafa verið að vitna í reglur matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna, þar sem lagt sé bann við blóð- og líffæragjöf samkynhneigðra. Hann mun því hafa átt við að hjörtu samkynhneigðra sem látast í slysum séu ekki hæf til þess að veita öðrum áframhaldandi líf, þ.e. með líffæragjöf.

Var þessum orðum Kisilev fagnað ákaft af áhorfendum.

Myndbandið af ræðu Kisilev ásamt þýðingu má sjá hér að neðan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert