Loka skólum vegna fólksfækkunar

Skólabörnum hefur fækkað mjög í Rússlandi en þar í landi …
Skólabörnum hefur fækkað mjög í Rússlandi en þar í landi deyja fleiri en fæðast á hverju ári. AFP

Loka þarf 733 skólum í Rússlandi í ár þar sem börnum á skólaaldri hefur fækkað mjög í landinu að sögn landlæknis Rússlands. Frá árinu 1990 hefur fæðingum fækkað mjög í Rússlandi og frá þeim tíma hafa fleiri látist en fæðst í landinu.

Í fyrra hvatti Vladimír Pútín, forseti Rússlands, landsmenn til þess að eignast þrjú börn hið minnsta.

Að sögn landlæknis virðist sem fjölmargir hafi gleymt tilgangi komu okkar í heiminn – að stofna nýtt líf. Yfir 44 þúsund skólar eru í Rússlandi.

Samkvæmt tölum frá Hagstofu Rússlands fæddust 1,9 milljónir barna í Rússlandi á síðasta ári samanborið við tæplega 1,8 milljónir árið á undan. Flest barna sem fæðast í Rússlandi eru börn innflytjenda frá fyrrum ríkjum Sovétríkjanna. Alls eru Rússar 143,3 milljónir talsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert