Hasan dæmdur til dauða

Nidal Hasan skaut 13 til bana í Fort Hood-herstöðinni í …
Nidal Hasan skaut 13 til bana í Fort Hood-herstöðinni í Texas árið 2009. AFP

Hergeðlæknirinn Nidal Hasan hefur verið dæmdur til dauða fyrir að hafa skotið 13 til bana í Fort Hood-herstöðinni í Texas í Bandaríkjunum árið 2009. Herkviðdómur hefur komist að þessari niðurstöðu.

Hasan, sem er 42 ára gamall, var fundinn sekur um morðin í síðustu viku. Alls særðust 32 í árásinni. 

Hasan gerði tilraun til að játa sök en samkvæmt herlögum er mönnum meinað að játa sekt þegar farið er fram á dauðarefsingu. 

Hasan, sem fæddist í Virginíu í Bandaríkjunum, er múslími. Hann segist hafa hafi skothríð til að verja bardagamenn talibana gegn bandarískum hermönnum sem senda átti til Afganistans. 

Verjendur Hasans greindu dómara málsins frá því að þá grunaði að hann væri að vonast eftir að vera tekinn að lífi svo hann myndi deyja sem píslarvottur. 

Saksóknarinn Mike Mulligan hvatt kviðdómendur í dag til að kveða upp dauðadóm yfir Hasan, en slíkt heyrir til undantekninga. 

„Hann mun, hvorki nú né nokkurn tímann verða píslavottur,“ sagði Mulligan um Hasan. 

„Hann er glæpamaður. Hann er kaldrifjaður morðingi.“

Alls áttu 13 sæti í kviðdómnum. Þeir urðu að komast að einróma niðurstöðu því annars hefði Hasan verið dæmdur í lífstíðarfangelsi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert