Fjórðu mestu eldar í sögu Kaliforníu

Slökkviliðsmenn berjast enn við gríðarmikla gróðurelda sem teygja sig inn í Yosemite-þjóðgarðinn í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Í dag varð ljóst að gróðureldarnir eru þeir fjórðu mestu í sögu Kaliforníu.

Eldarnir kviknuðu hinn 17. ágúst og hafa ætt hamslaust áfram yfir mörg hundruð þúsund ekrur af skóglendi. Þar á meðal hefur nokkuð stórt svæði í þjóðgarðinum fræga, sem milljónir ferðamanna heimsækja á ári hverju, orðið eldinum að bráð.

Í gær vöruðu yfirvöld við slæmum loftgæðum í Yosemite-dal, vegna reyks frá eldunum.

11 íbúðarhús hafa brunnið til kaldra kola í eldunum og 97 aðrar byggingar einnig. Ríflega 900 ferkílómetra svæði er sviðin jörð. Yfir fimm þúsund slökkviliðsmenn berjast við eldana. Upptökin eru ókunn.

Alvarlegustu gróðureldar í Kaliforníu geisuðu árið 2003 í San Diego. Þá brunnu 2.820 byggingar og fjórtán létu lífið.

Logarnir færast nær og nær

Berjast við skógarelda tíunda daginn í röð

Hæstu tré heims í hættu vegna eldanna

Kjarreldar ógna vatnsbóli San Francisco

Skógareldar í Kaliforníu.
Skógareldar í Kaliforníu. AFP
Skógareldar í Kaliforníu.
Skógareldar í Kaliforníu. AFP
Skógareldar í Kaliforníu.
Skógareldar í Kaliforníu. AFP
Skógareldar í Kaliforníu.
Skógareldar í Kaliforníu. AFP
Skógareldar í Kaliforníu.
Skógareldar í Kaliforníu. AFP
Skógareldar í Kaliforníu.
Skógareldar í Kaliforníu. AFP
Skógareldar í Kaliforníu.
Skógareldar í Kaliforníu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert