Ætlar að ræða við mannréttindafrömuði

Barack Obama ræddi um málefni samkynhneigðra í Rússlandi í dag …
Barack Obama ræddi um málefni samkynhneigðra í Rússlandi í dag á blaðamannafundi með Fredrik Reinfeldt forsætisráðherra Svíþjóðar. JEWEL SAMAD

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, ætlar að hitta fólk sem berst fyrir réttindum samkynhneigðra í Rússlandi, en Obama er á leið til fundar við leiðtoga G20 ríkja í Pétursborg.

Obama ræddi réttindi samkynhneigðra í Rússlandi á blaðamannafundi í dag sem haldinn var eftir fund hans og forsætisráðherra Svíþjóðar.

Talsmaður Hvítahússins í Bandaríkjunum staðfesti í dag að hann myndi hitta baráttumenn fyrir mannréttindum í Rússlandi. Á fundum með þeim yrði fjallað um hvað hægt væri að gera til að tryggja mannréttindi og umburðalyndi í siðuðu samfélagi.

Obama mun m.a. hitta Igor Kochetkov, sem er í forsvari samtaka sem berjast fyrir mannréttindum samkynhneigðra í Rússlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert