Málefni Sýrlands rædd á fundi G20-ríkja

Leiðtogar 20 helstu iðnríkja heims (G20) eru nú staddir í St. Pétursborg í Rússlandi. Viðbúið er búist við að ástandið í Sýrlandi verði rætt, en ríkin eru afar ósamstíga varðandi það hvort alþjóðasamfélagið eigi að beita sér með hernaði gegn þarlendum stjórnvöldum eður ei.

Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur átti í óformlegum viðræðum við aðra þjóðarleiðtoga vegna ástandsins, en Obama hefur lýst því yfir að Bandaríkin eigi að hefja hernaðaríhlutun í Sýrlandi vegna meintrar efnavopnaárásar þarlendra stjórnvalda gegn eigin þegnum.

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er á öndverðum meiði. Hann segir að það sé ekkert annað en yfirgangur ef gripið sé til hernaðaraðgerða gegn Sýrlendingum án samþykkis Sameinuðu þjóðanna.

Hann lagði það hins vegar til við upphaf fundarins í dag að leiðtogarnir ræði málefni Sýrlands yfir kvöldverði.

Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins, að ástandið í Sýrlandi sé ekki formlega á dagskrá G20-ráðstefnunnar. Ljóst þykir að staðan í Sýrlandi muni brenna á vörum þjóðarleiðtoga í óformlegum viðræðum þeirra í milli. 

Tilgangur funda G20-ríkjanna er að ræða um stöðu efnahagsmála á heimsvísu. 

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Atvinnuhúsnæði til leigu í 108 Reykjavík
Gott skrifstofuhúsnæði á jarðhæð um 190 m2. Í sama húsi er til leigu 200 m2 lage...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði........
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnuvélum, trak...
Íslensk fornrit og Saga Íslands
Íslensk fornrit til sölu, Íslendingasögur og Landnáma, bindi 1-12 og 14. Saga ...
 
Rafræn kosning hofsprestakall
Tilkynningar
Auglýsing um prestskosningu í Hofspr...
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...