Þingmaður segir af sér vegna heimilisofbeldis

Bill Walker
Bill Walker

Bill Walker, þingmaður Skoska þjóðarflokksins í Skotlandi, hefur sagt af sér þingmennsku eftir að hann var fundinn sekur um ofbeldi gegn þremur fyrrverandi eiginkonum sínum og stjúpdóttur.

Ákæran gegn Walker var í 23 liðum, en um var að ræða atvik sem áttu sér stað á árunum 1967-1995. Hálfur mánuður er liðinn síðan dómurinn féll, en það var fyrst núna um helgina sem hann ákvað að segja af sér.

Walker sagðist segja af sér vegna þess að honum hafi verið gert ókleift að sinna þingmennsku eftir að fjölmiðlar „slátruðu“ honum.

Anne Gruber, fyrrverandi eiginkona Walkers, segir í samtali við BBC, að hún sé viss um að öllum sem hafi þurft að þola ofbeldi af hálfu Walkers sé létt eftir afsögn hans. Hún segist mjög ósátt við hann hafi gert tilraun til að halda áfram þingmennsku eftir að dómurinn féll.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert