Grófu upp lík ömmu án leyfis

Kirkjugarður
Kirkjugarður Mbl.is

Barnabarn konu sem lést árið 1994 hyggst lögsækja aðila sem grófu upp lík ömmu hans og brenndu án þess að leita leyfis hjá fjölskyldunni.

Fyrirtækið sem sá um uppgröftinn heitir AFC Torino Spa og sér um kirkjugarða í borginni Torino á Ítalíu. Samkvæmt gildandi reglum telst almennt heimilt að grafa upp lík og brenna þau tíu árum eftir andlát ef um hefðbundinn grafreit er að ræða, en að fjörutíu árum liðnum ef líkið er í grafhýsi.

Barnabarn konunnar er hins vegar ekki sáttur þar sem hann hafði ekki verið látinn vita og amma hans hafði ávallt verið á móti því að vera brennd.

Þá leitast hann einnig við að fá afhenta skartgripi sem hún var jörðuð með; tvo gullhringa og nælu.

Forstjóri AFC Torino Spa, Gilberto Giuffrida, segir að venjan sé að fyrirvari um uppgröft sé birtur á vefsíðu borgarráðs, í dagblöðum og á upplýsingatöflum í kirkjugörðum. Þá er einnig ætlast til þess að starfsmaður í kirkjugarði láti fjölskyldu vita. Ef hins vegar næst ekki í aðstandendur er líkið brennt. Hann vildi þó ekki tjá sig um þetta mál sérstaklega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert