Konungur í fjörutíu ár

Karl Gústaf og Silvía fagna 40 ára afmæli.
Karl Gústaf og Silvía fagna 40 ára afmæli. FREDRIK SANDBERG / SCANPIX

Karl Gústaf hélt í dag upp á að 40 ár eru liðin síðan hann tók við sem konungur Svía og bauð hann fólki upp á dansleik í hallargarðinum í tilefni þess.

Hann tilkynnti boðið í viðtali í ríkisútvarpi Svíþjóðar, þar sem hann sagðist ætla að bjóða öllum í tónlistar- og dansveislu í hallargarðinum. „Allir eru velkomnir. Komið með dansskóna. Skál!“ sagði hann í lok viðtalsins.

Í viðtalinu sagði Karl Gústaf að hann hygðist sitja áfram í konungssætinu svo lengi sem heilsan leyfði og sagði jafnframt að starf sitt væri nú einstaklega spennandi sökum þess hversu margt væri að gerast í heiminum í dag.

Þess ber að geta að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff forsetafrú tóku, ásamt þjóðhöfðingjum annarra Norðurlandaþjóða, þátt í hátíðahöldunum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert