Nígerísk kona vann fegurðarsamkeppni múslíma

Kona frá Nígeríu þótti bera af í fegurðarsamkeppni sem sérstaklega er haldin fyrir múslíma. Keppnin fór fram í Jakarta, höfuðborg Indónesíu. Hún er haldin til höfuðs keppninni Ungfrú heimur, sem einnig fer fram í Indónesíu þessa dagana. Margir múslímar hafa mótmælt þeirri keppni og segja hana klámfengna. Sendiráð erlendra ríkja í Indónesíu hafa m.a. gefið út viðvaranir til þegna sinna í landinu og varað þá við hættu á ofbeldi og mótmælum í tengslum við þá keppni.

Ákveðið var að færa Ungfrú heim frá Jakarta til eyjunnar Balí og er mikil öryggisgæsla í kringum keppnina.

Frétt mbl.is: Mikil öryggisgæsla vegna keppninnar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert