Gáfaði og trúaði eðlisfræðingurinn

Angela Merkel fyrir utan Bundestag, hús neðri deildar þýska þingsins
Angela Merkel fyrir utan Bundestag, hús neðri deildar þýska þingsins Mynd/AFP

Angela Merkel, kanslari Þýskalands mun brátt hefja þriðja tímabil sitt sem leiðtogi landsins. Þessi valdamesta kona heims hefur á undanförnum vikum staðið í kosningabaráttu, en Þjóðverjar gengu til kjörklefa í dag. Svo sterk er þó staða hennar í landinu að í kosningabaráttu sinni hefur hún nánast látið sem andstæðingur hennar sé ekki til. Flest auglýsingaskilti flokks Merkel innihalda bara mynd af henni. Skilaboðin eru skýr: Angela Merkel er leiðtoginn. 

Eftir að hafa stjórnað landinu með stærsta hagkerfi Evrópu í átta ár, og farið fyrir björgunaraðgerðum Evrópusambandsins í þrjú ár lítur allt út fyrir að hún fái önnur fjögur ár, sem verðlaun fyrir að hafa stýrt þjóðarskútunni ólaskaðri í gegnum mikið efnahagslegt óveður. Vinsældir hennar eru þó ekki eins miklar á stöðum eins og í Aþenu, Madríd og Lissabon. Þar keppast mótmælendur við að gera skopmyndir af henni, sumar jafnvel með hana í gervi nasista. Þeir vilja kenna henni um niðurskurðinn sem mörg ríki í Evrópu hafa þurft að grípa til. 

„Ég er viss um að Evrópa muni koma sterkari út úr kreppunni,“ má iðulega heyra hana segja. Og það er einmitt öryggið sem hún geislar frá sér sem kjósendur í Þýskalandi heillast af. Útgefandi tímaritsins Die Zeit skrifaði um hana í síðasta mánuði. „Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að hún taki upp á einhverju óvæntu. Engar stórar ákvarðanir þar sem þú ert annaðhvort með eða á móti. Hún er fyrirsjáanlega sveigjanleg og lítt áhættusæknir kjósendur dýrka hana. Merkel er við, og við erum Merkel.“

Ólst upp í alræðisríki

Angela Merkel fæddist árið 1954 og ólst upp í Austur-Þýskalandi þar sem faðir hennar, sem var prestur, starfaði. Samtímamenn hennar muna eftir henni sem skarpri, gáfaðri og trúaðri stelpu í alræðisríki. Hún nældi sér í háskólapróf í eðlisfræði og giftist skólafélaga sínum Ulrich Merkel, og þaðan fékk hún eftirnafnið. Þau skildu síðar.

Hún stóð algerlega utan við stjórnmál þangað til Berlínarmúrinn féll, en þá skráði hún sig strax í Kristilega Demókrataflokkinn (CDU) og komst á þing árið 1990. Hún var gerð að ráðherra í ríkisstjórn Helmuht Kohls. Árið 2000 skoraði hún á Kohl í leiðtogakjöri flokksins í kjölfar hneykslismáls sem kom upp. Hún sigraði og varð þar með orðin formaður CDU.

Árið 2005 varð hún forsætisráðherra eftir að hafa sigrað Gerhard Schröder í kosningunum. Hún varð fyrsti kvenkyns leiðtogi stórríkis í Evrópu síðan Margaret Thatcher stjórnaði í Bretlandi. Á sínu fyrsta kjörtímabili fór hún fyrir ríkisstjórn með Sósíaldemókrataflokknum (SPD), sem hefur oftast talist vera helstu andstæðingur CDU. En í kosningunum 2009 vann flokkur hennar svo stóran sigur að henni tókst að mynda ríkisstjórn án SPD. 

Tímaritið Forbes hefur undanfarin sjö ár sett hana í efsta sæti listans yfir valdamestu konur heims. Merkel er sögð mikill unnandi þýskrar óperu, franskra rauðvína og í frístundum sínum fer hún oft í gönguferðir um ítölsku Alpana. Eiginmaður hennar er efnafræðiprófessorinn Jóachim Sauer. Hann hefur lítinn áhuga á kastljósinu og kýs að halda sig til hlés. 

Frétt mbl.is: Gætu fengið hreinan meirihluta.

Frá kosningabaráttunni.
Frá kosningabaráttunni. AFP
Angela Merkel.
Angela Merkel. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
HÚSAVIÐHALD
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Verkefnisstjóri
Stjórnunarstörf
Verkefnisstjóri Stjór...