Stunda kynlífs-jihad í Sýrlandi

Uppreisnarmaður í bardaga í Sýrlandi
Uppreisnarmaður í bardaga í Sýrlandi AFP

Lotfi ben Jeddou, ráðherra í ríkisstjórn Túnis, tjáði fjölmiðlum í dag að nokkuð sé að færast í aukana að ungar múslímskar stúlkur frá Túnis fari til Sýrlands til þess að stunda það sem kallast kynlífs-jihad, eða jihad-al-nikah eins og það nefnist á arabísku.

Hjá ákveðnum hópi Sunni-múslima er kynlífs-jihad viðurkenndur hluti af heilögu stríði, en samkvæmt reglunni mega þá stúlkur sofa hjá utan hjónabands í nafni heilags stríðs. Ben Jeddou segir það algengt að ungar stúlkur ferðist til Sýrlands til þess að sofa hjá uppreisnarmönnunum sem berjist gegn Bashar al-Assad forseta og snúi aftur til Túnis ófrískar. Ekki er þó vitað hversu mörg slík tilvik hafa komið upp. 

Yfirvöld í Túnis hafa sett upp aukna gæslu við landamæri landsins til þess að koma í veg fyrir að unglingar, strákar og stelpur, ferðist til Sýrlands til þess að berjast í stríðinu, hvort sem það er með vopnum eða öðrum brögðum. 

Sjá umfjöllun The Telegraph um málið

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert