Pentagon undirbýr hugsanlega lokun

Heimild varnarmálaráðuneytisins til að greiða laun til hermanna og annarra …
Heimild varnarmálaráðuneytisins til að greiða laun til hermanna og annarra starfsmanna rennur út um næstu mánaðamót. CHANTAL VALERY

Starfsmenn varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna voru í dag varaðir við því að starfsemi stofnana hersins yrði hugsanlega lokað ef ekki tækist samkomulag á Bandaríkjaþingi um fjárlög.

Nýtt fjárlagaár í Bandaríkjunum byrjar 1. október næstkomandi. Stjórnmálamenn á Bandaríkjaþingi hafa því aðeins eina viku til að komast að samkomulagi um fjárveitingar næsta árs. Miklar deilur eru milli Baracks Obama forseta og repúblikana, sem fara með meirihluta í fulltrúadeildinni, um ríkisfjármál.

George Little, talsmaður Pentagon, sagði í dag að ef ekki tekst samkomulag fyrir mánaðamót yrði að loka starfsemi hersins víða um heim. Hermenn yrðu áfram við störf, en borgaralegir starfsmenn hersins yrðu sendir í frí. Jafnframt myndu launagreiðslur tefjast. Hermenn myndu fá sín laun, en hugsanlega ekki á réttum tíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert