Dæmdur til dauða fyrir að kasta barni í jörðina

Mynd úr safni
Mynd úr safni AFP

Maður, sem henti tveggja ára gamalli stúlku í jörðina eftir að hafa deilt við móður stúlkuna á bílastæði, var í Peking í dag dæmdur til dauða fyrir að hafa myrt stúlkuna.

Han Lei, 39 ára, reif litlu stúlkuna út úr kerru sem hún var í og henti henni í jörðina eftir að móðir stúlkunnar neitaði að færa sig af bílastæði sem hann ætlaði að leggja í.

Á vef breska ríkisútvarpsins kemur fram að Han hafi flúið af vettvangi en verið handtekinn síðar. Litla stúlkan lést á sjúkrahúsi af áverkum sínum.

Han sagði við réttarhöldin að hann hafi ekki ætlað að myrða stúlkuna. Hann hafi verið drukkinn og haldið að kerran væri innkaupakerra. Hann hafi ekki vitað að það væri barn í kerrunni. 

Mikið var fjallað um málið í kínverskum fjölmiðlum sem og samfélagsmiðlum í júlí og hefur dómstóll götunnar fyrir löngu krafist þess að maðurinn yrði tekinn af lífi. Saksóknarar fóru fram á dauðarefsingu yfir Han en hann framdi glæpinn innan við ári frá því hann var látinn laus úr fangelsi.

Félagi hans, Li Ming, á einnig yfir höfði sér refsingu fyrir að hafa ekið Han af vettvangi.

Rifrildi um bílastæði kostaði barn lífið

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert