Segir bann Rússa ekki brjóta reglur ólympíuleikanna

Jean-Claude Killy
Jean-Claude Killy MIKHAIL MORDASOV

Alþjóða ólympíunefndin hefur komist að þeirri niðurstöðu að löggjöf í Rússlandi sem „bannar áróður fyrir samkynhneigð meðal ungmenna“ brjóti ekki í bága við stofnskrá Ólympíuleikanna.

Jean-Claude Killy, formaður Alþjóða ólympíunefndarinnar (IOC), sagði þegar hann heimsótti Sochi í Rússlandi í dag, að nefndin hefði ekki rétt til þess að gagnrýna lög þess lands sem heldur Ólympíuleikana.

Vetrarólympíuleikarnir fara fram í Sochi í febrúar. Jean-Claude Killy sagðist vera sannfærður um að þetta yrðu frábærir leikar.

Mannréttindasamtök segja að IOC hafi með þessari yfirlýsingu yfirgefið samfélag samkynhneigðra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert