Skaut mann sem hann taldi samkynhneigðan

Maður skaut annan karlmann til bana í Jemen í gærkvöldi vegna þess að hann grunaði að viðkomandi gæti verið samkynhneigður.

Árásarmaðurinn kom að heimili fórnarlambsins á vélhjóli og skaut hann. Hann flýði af vettvangi ásamt félaga sínum en grunur er um að árásarmennirnir tilheyri öfgahreyfingu. Er þetta sjötta skiptið á árinu sem menn eru skotnir til bana í Jemen vegna grunsemda um að þeir séu samkynhneigðir.

Á þessum slóðum, í Abyan héraði, gilda saría-lög og hafa dómstólar þar dæmt fólk til dauða fyrir hina ýmsu glæpi. Eins hefur fólk verið aflimað ef það er dæmt fyrir þjófnað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert