Leiðtogi öfgahreyfingar handtekinn

Lögreglan í Grikklandi hefur handtekið Nikolos Mihaloiakos, leiðtoga öfgahreyfingarinnar Gullinnar dögunar, og hefur hann verið ákærður fyrir stofna glæpasamtök.

Annar þingmaður flokksins hefur verið handtekinn auk þess sem fleiri handtökuskipanir hafa verið gefnar út að sögn lögreglu. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins.

Mikil reiði hefur ríkt í Grikklandi eftir að tónlistarmaðurinn Pavlos Fyssas var myrtur 18. september, en hann barðist gegn innflytjendahatur í landinu. Mótmæli brutust út í landinu og má rekja aðgerðir lögreglu til atburðarins. 

Karlmaður sem var handtekinn grunaður um að hafa stungið Fyssas til bana sagði við lögreglu að hann væri stuðningsmaður Gullinnar dögunar. Talsmenn flokksins hafa hins vegar vísað slíkum tengslum á bug. 

Nikolaos Mikhaloliakos er stofnandi Gullinnar dögunar.
Nikolaos Mikhaloliakos er stofnandi Gullinnar dögunar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert