Kína gæti ráðist á Taívan árið 2020

Taívanska strandgæslan
Taívanska strandgæslan AFP

Yfirvöld hermála í Taívan segja Kínverja munu geta ráðist inn í Taívan, jafnvel þótt bandamenn landsins kæmu því til hjálpar. Þeir segja hernaðaruppbyggingu í Kína hafa verið mjög mikla undanfarin 20 ár.

Meðal nýrra vopna í vopnabúri Kínverja má nefna kafbáta, hvort tveggja kjarnorkuknúna og knúna hefðbundnu eldsneyti, sprengiflugvélar, flugvélar sem sjást ekki á ratsjá, langdræg flugskeyti og fleira.

Kína og Taívan hafa eldað saman grátt silfur allt frá því Taívansstjórn sagði skilið við meginland Kína árið 1949.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert