Tók fótlegginn af með ávaxtahníf

Zheng Yanliang með sögina og hnífinn sem hann notaði.
Zheng Yanliang með sögina og hnífinn sem hann notaði. Skjáskot af Dailymail

Kínverskur bóndi sem fékk blóðtappa í fótinn og fékk ekki þá læknisaðstoð sem hann þurfti, tók málin í eigin hendur og tók fótlegginn af með ávaxtahníf og járnsög.

Í frétt Huffingtonpost um málið segir að Zheng Yanliang, 47 hafi farið að finna fyrir sársauka í fætinum í janúar árið 2011. Hann hafði hins vegar ekki efni á að láta taka fótinn af, líkt og læknir hafði mælt með.

Hann fékk verkjalyf en þau höfðu ekki áhrif og heilsu hans hrakaði. Fréttir herma hins vegar að nótt eina í apríl í fyrra hafi hann sagað fótlegginn af með ávaxtahníf og járnsög.

Hann segist hafa notað hnífinn til að skera í gegnum skinnið en sögina til að saga í gegnum beinið. Hann vildi ekki valda eiginkonunni áhyggjum en þurfti að lokum að biðja hana um hjálp þegar sagarblaðið brotnaði.

Zheng þarf nú á annarri aðgerð að halda því að taka þarf af hinn fótlegginn. Dagblaðið Daily Star segir að í þetta sinn þurfi hann ekki að gera það sjálfur því læknir í Shanghaí hefur boðist til að gera það ókeypis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert