Samkynhneigðir velkomnir á Ólympíuleikana

Vladímír Pútín
Vladímír Pútín AFP

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, segir að samkynhneigðir íþróttamenn og íþróttaunnendur séu velkomnir á Ólympíuleikana í Sochi í Rússlandi á næsta ári.

Rússland hefur sætt gagnrýni vegna nýrrar löggjafar þar sem „samkynhneigður áróður“ sem beinist að fólki yngra en 18 ára var bannaður.

Áform um að sniðganga leikana hafa hins vegar ekki komist á flug. „Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að keppendur, aðdáendur og aðrir gestir hafi það sem best á leikunum, óháð þjóðerni, kynþætti eða kynhneigð. Ég vil undirstrika það,“ sagði forsetinn við Thomas Bach, formann Ólympíunefndarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert