Tíu ára fangelsi fyrir tíst

Emírinn af Kúveit, Sabah al-Ahmad Al-Sabah
Emírinn af Kúveit, Sabah al-Ahmad Al-Sabah AFP

Mannréttindasamtökin Human Rights Watch gagnrýna yfirvöld í Kúveit harðlega fyrir að hafa dæmt mann í tíu ára fangelsi fyrir ummæli sem hann ritaði á Twitter. Maðurinn var dæmdur fyrir guðlast.

Í tilkynningu frá HRW kemur fram að dómurinn sé enn eitt dæmið um að brotið sé á tjáningarfrelsi fólks í Kúveit. Joe Stork, aðstoðarframkvæmdastjóri HRW í málefnum Miðausturlanda, segir tíu ára fangelsisdóm fyrir friðsamlega gagnrýni sýna vel hversu tjáningarfrelsið er virt að vettugi í Kúveit. „Það að loka gagnrýnina inni mun ekki láta pólitísku kreppuna í Kúveit hverfa.“

Dómur yfir Hamad al-Naqi, sem er sjíti, var staðfestur fyrir áfrýjunardómstól í gær en ummæli hans þóttu móðgandi fyrir Múhameð spámann, eiginkonu hans og fylgjendur.

Naqi, sem er 23 ára, hefur setið í fangelsi síðan í mars 2012 en hann var einnig saksóttur fyrir að gagnrýna leiðtoga Sádi-Arabíu og Barein.

Um er að ræða tvenn skilaboð á Twitter í febrúar og mars 2012. Naqi segir að aðgangur hans á Twitter hafi verið hakkaður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert