Handtóku berbrjósta konur

Berbrjósta konur úr femínistahópnum Femen mættu í dag til að mótmæla mótmælagöngu þeirra sem styðja bann við fóstureyðingum í Madrid á Spáni. Þúsundir voru samankomnar til að krefjast banns við fóstureyðingum.

Fimm ungar konur úr Femen mættu í gönguna og höfðu skrifað á líkama sinn slagorð til stuðnings frelsis kvenna til fóstureyðinga.

„Við lítum svo á að fóstureyðing sé morð. Við viljum engar fóstureyðingar,“ sagði einn mótmælandinn, Jose Luis Roman, sem ferðaðist um langan veg til að taka þátt.

Lögreglan handtók berbrjósta konurnar fimm fljótlega og héldu þá mótmælendur fóstureyðinga göngu sinni áfram um regnvot stræti Madríd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert