„Ekki borða loðna vini“

AFP

Dýraverndunarsamtök í Asíu hafa skorið upp herör við áti á köttum og hundum undir yfirskriftinni „Ekki borða loðna vini“ og „Vinir ekki matur“.

Samtökin hafa komið upp auglýsingum á veggi í fjórtán kínverskum borgum en bæði kettir og hundar þykja herramanns matur hjá sumum Kínverjum. Hins vegar er það ekki stór hópur sem borðar slíkt kjöt þar í landi.

Með aukinni velsæld í Kína hefur gæludýrum fjölgað jafnt og þétt og samkvæmt tölum Euromonitor eru kettir eða hundar á um 30 milljón heimilum þar í landi.

Dýraverndunarsamtökin reyna að höfða til þessa í huga þeirra sem borða hunda og ketti: „Það sem þú varst að setja inn fyrir þínar varir hefði getað orðið félagi barnsins þíns er það vex úr grasi,“ segir í einni auglýsingunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert