Tímósjenkó í hungurverkfall

Júlía Týmósjenkó.
Júlía Týmósjenkó. AFP

Júlía Týmósjenkó, fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu sem situr nú í fangelsi, sagðist í dag ætla í hungurverkfall til að mótmæla ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að falla frá samstarfssamningi við Evrópusambandið um frjáls viðskipti og ýmsar umbætur.

Víðtæk mótmæli hafa verið í Úkraínu vegna ákvörðunar ríkisstjórnar Viktors Janúkóvits um að falla frá sögulegu samkomulagi við ESB. Mótmælendum og lögreglu lenti saman í höfuðborginni Kænugarði í dag og frá stjórnarandstöðunni bárust þær fréttir að leiðtogi þeirra, Tímósjenkó, ætli í hungurverkfall í fangelsinu til að krefjast þess að stjórnvöld skrifi undir samninginn.

Janúkovits segir að nauðsynlegt hafi verið að falla frá samstarfssamningnum af efnahagslegum ástæðum.

Herman Van Rompuy forseti Evrópuráðsins og Jose Manuel Barroso forseti framkvæmdastjórnar ESB segja að möguleikinn sé enn til staðar fyrir Úkraínumenn að skrifa undir samkomulagið.

Þeir gagnrýna jafnframt Rússa fyrir að setja efnahagslegan þrýsting á Úkraínu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert