Náðar fleiri kalkúna en fíkla

Barack Obama og dætur hans Malia og Sasha náðuðu tvo …
Barack Obama og dætur hans Malia og Sasha náðuðu tvo kalkúna við Hvíta húsið í gær. AFP

Barack Obama hefur náðað færri sakamenn en allir aðrir Bandaríkjaforsetar samtímans. Eftir að hann náðaði þau Karamellu og Poppkorn í gær eru kalkúnarnir sem hann hefur náðað hinsvegar orðnir álíka margir og náðanir hans vegna fíkniefnabrota.

Huffington Post bendir á að þegar Richard Nixon hafði verið forseti jafnlengi og Obama núna þá hafði hann alls náðað 313 manns.

Til samanburðar hefur Obama alls náðað 39 sakamenn frá því hann tók við embætti. Þar af voru 11 sem dæmdir höfðu verið fyrir minniháttar fíkniefnabrot. 

Á sama tíma hefur hann náða 10 kalkúna frá því að verða máltíðir á þakkargjörðarhátíðinni, þar á meðal þau Poppkorn og Karamellu sem urðu þessarar gæfu aðnjótandi í Hvíta húsinu í gær.

Árin 2009 og 2012 náðaði Obama fleiri kalkúna en manneskjur, en á þessu ári er staðan reyndar öfugt.

Þykir þetta nokkuð kaldhæðnisleg tölfræði í ljósi þess að Eric Holder, dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Obama, hefur sagt að dómsmálakerfið í Bandaríkjunum sé gallað m.a. vegna þess að eftir fjögur afbrot eru dómarar skyldir til að dæma afbrotamann í lífstíðarfangelsi, án möguleika á reynslulausn, óháð alvarleika brotanna.

83% þeirra sem afplána lífstíðarfangelsi í Bandaríkjunum voru dæmd til hennar vegna laga um skyldurefsingar. Af þeim sitja 79% inni vegna fíkniefnamisferlis. Forseti Bandaríkjanna hefur vald til að náða fanga og binda þannig endi á fangelsisvist hans.

Hefð er fyrir því að einn eða fleiri kalkúnar njóti …
Hefð er fyrir því að einn eða fleiri kalkúnar njóti náðar Bandaríkjaforseta fyrir hverja Þakkargjörðarhátíð. AFP
Barack Obama og dætur hans Malia og Sasha náðuðu tvo …
Barack Obama og dætur hans Malia og Sasha náðuðu tvo kalkúna við Hvíta húsið í gær. AFP
Karamella og Poppkorn voru í sviðsljósinu í Hvíta húsinu í …
Karamella og Poppkorn voru í sviðsljósinu í Hvíta húsinu í gær. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert