Útsölur í skugga ofbeldis

Mannþröng í Macy's í New York að kvöldi Þakkargjörðarhátíðarinnar.
Mannþröng í Macy's í New York að kvöldi Þakkargjörðarhátíðarinnar. AFP

Ofbeldi braust út á nokkrum stöðum þegar verslunaræði rann á suma Bandaríkjamenn í dag á svo kölluðum Black Friday, mesta útsöludegi ársins.

Í einni borg skaut lögregla búðaþjóf og í annarri skaut búðaþjófur afgreiðslumann. Í þeirri þriðju slasaðist lögreglumaður í átökum við búðaþjóf.

Hnífstungur og skotárásir

Víðsvegar um Bandaríkin urðu ofbeldisverk sem vörpuðu skugga á daginn. Við verslun Walmart í Virginíu stakk maður annan með hnífi í kjölfar rifrildis um bílastæði.

Í Las Vegas var maður að bera risastóran flatskjá heim úr verslun Target þegar annar réðst á hann og reyndi að stela sjónvarpinu af honum. Átökin enduðu á því að ræninginn skaut manninn í fótinn.

Í Chicago skaut lögreglumaður búðaþjóf á bílastæði fyrir utan stórverslunina Kohl's. Í Walmart verslun í Kaliforníu úlnliðsbrotnaði lögreglumaður þegar hann reyndi að stilla til friðar í slagsmálum tveggja manna í biðröð fyrir utan. Slagsmál brutust einnig út milli manna inni í sömu verslun.

Í New Jersey þurfti lögreglan að beita piparúða á mann og handtaka hann eftir að hann réðst á lögreglumann, sem reyndi að stilla til friðar milli manna sem rifust um sjónvarpstæki á tilboðsverði í Walmart.

Afgreiðslufólk fær ekki frí

Áætlað er að um 97 milljónir Bandaríkjamanna reyni að gera góð kaup í verslunum á þessum degi. Í fyrra var 11,2 milljörðum Bandaríkjadala eytt í verslunum á þessum degi.

Útsölurnar í ár hófust sumstaðar enn fyrr en venjulega, því 12 stórar verslunarkeðjur voru opnar í gær, á sjálfan Þakkargjörðardaginn, og miklir afslættir auglýstir. Í New York voru um 15.000 manns tilbúin fyrir utan höfuðstöðvar Macy's þegar verslunin var opnuð að kvöldi Þakkargjörðar, í fyrsta sinn. 

Stéttafélög hafa gagnrýnt þessa þróun og segja að þetta þýði að afgreiðslufólk geti nú ekki lengur notið þakkargjörðarhátíðarinnar í faðmi fjölskyldunnar.

Viðskiptavinir hlaðnir innkaupapokum í Somerset Collection verslunarmiðstöðinni í Troy, Michigan …
Viðskiptavinir hlaðnir innkaupapokum í Somerset Collection verslunarmiðstöðinni í Troy, Michigan í dag. AFP
Raftæki ýmis konar eru sérstaklega eftirsótt á Black Friday enda …
Raftæki ýmis konar eru sérstaklega eftirsótt á Black Friday enda bjóðast oft góð tilboð eins og á þessu Samsung tæki í verslun Best buy. AFP
Raftæki ýmis konar eru sérstaklega eftirsótt á Black Friday enda …
Raftæki ýmis konar eru sérstaklega eftirsótt á Black Friday enda bjóðast oft góð tilboð eins og í þessari verslun Best Buy. AFP
Biðröð við kassann í Walmart í Los Angeles á Black …
Biðröð við kassann í Walmart í Los Angeles á Black Friday. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert