Aðstoða skjaldbökur á ströndinni

Nokkrar skjaldbökutegundir í Brasilíu eru nú í útrýmingarhættu. Verkefni sjálfboðaliðahópsins NGO Tamar þar í landi felast í því að vernda egg skjaldbakanna og aðstoða skjaldbökuunga við að komast af ströndinni í sjóinn

Að sögn eins sjálfboðaliðans verpir skjaldbaka að meðaltali 120 eggjum í hvert skipti. Margar skjaldbakanna koma sér sjálfar út í sjóinn en sumar eru aftur á móti fastar í sandinum á ströndinni.

Skjaldbakan býr sér hreiður í sandinum og verpir eggjunum þar. Sjálfboðaliðarnir opna hreiðrin og fylgjast með því sem er í gangi. Þeir setja að lokum vír yfir þannig að ekkert trufli skjaldbökuna ásamt merkingu þannig að sjálfboðaliðarnir geta fylgst með þar til skjaldbökurnar koma í heiminn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert