Tvö hundruð þúsund mótmæla í Kænugarði

Talið er að um tvö hundruð þúsund manns séu við mótmæli í Kænugarði þar sem ákvörðun Viktors Yanukóvíts, forseta Úkraínu, um að að hafna nánara samstarfi við Evrópusambandið og sækja ekki um aðild að sambandinu er fordæmd.

Mótmælin eru þau fjölmennustu í Úkraínu í tæpan áratug eða frá því appelsínugula byltingin var gerð árið 2004.

Mótmælendur eru margir hverjir með hjálm þar sem þeir búast við því að óeirðalögreglan láti til skarar skríða gegn þeim.

Úkraínumenn sem mótmæla nú hafa trú á því að aðild eða meira samstarf við Evrópusambandið gæti bætt efnahag landsins sem varð fyrir miklu höggi í fjármálakreppunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert