Dularfulli túlkurinn loksins fundinn?

Skjáskot af Youtube.com

Loddarinn sem reyndist ekki vera alvöru táknmálsþulur hefur vakið mikla athygli í dag í fjölmiðlum um allan heim. Hvergi virðast finnast svör við því hver þessi maður sé. Stjórnvöld í Suður-Afríku sendu í kvöld frá sér yfirlýsingu um að verið sé að rannsaka málið. 

Á netinu má hins vegar finna myndband frá árinu 2012. Á því myndbandi sést forseti Suður-Afríku, Jacob Zuma syngja gamlan baráttusöng sem á rætur sínar að rekja til aðskilnaðartímabilsins í sögu Suður-Afríku. Lagið heitir „Shoot the boer,“ eða „Skjótum bændurna,“ en dómstólar í Suður-Afríku hafa oft slegið því föstu að í söngnum felist hatursorðræða. 

Við hlið forsetans stendur maður og virðist sem hann sýni með látbragði um hvað lagið fjallar. Til að mynda þegar sungið er um byssu, þá þykist hann skjóta úr slíkri. Maðurinn virðist af myndunum að dæma vera sami maður og þóttist táknmálstúlka við minningarathöfn Nelsons Mandela. Sjón er sögu ríkari!

Frétt mbl.is: Hvaða maður er þetta?

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert