Hundar drápu konu í flogakasti

mbl.is

Lögreglan í Leeds í Bretlandi hefur handtekið 33 ára karlmann eftir að tveir hundar hans réðust á konu sem lést síðar af sárum sínum. Hundarnir eru af tegundinni pitbull terrier. Konan var fjögurra barna móðir.

Konan lést í gærkvöldi. Samkvæmt fréttum Sky-sjónvarpsstöðvarinnar fékk konan flogakast og réðust hundarnir á hana á meðan því stóð. Hún var 27 ára gömul.

Eigandi hundanna var handtekinn á grundvelli laga um meðferð hættulegra hunda, Dangerous Dogs Act. Samkvæmt þeim lögum er hald hunda af tegundinni pitbull terrier háð miklum takmörkunum.

Frétt Sky um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert