17 létust í árás í Jemen

Sautján létust í drónaárás, sem gerð er með mannlausum flaugum, sem Bandaríkjaher gerði á bílalest sem var á leið í brúðkaup í Jemen í gær. Flestir þeirra sem létust eru almennir borgarar með engin tengsl við hryðjuverkasamtök. Mikil reiði er meðal almennings í Jemen en svo virðist sem einungis tveir hinna látnu hafi tengsl Al-Qaeda samtökin.

Árásin var gerð í nágrenni bæjarins Rada og samkvæmt upplýsingum frá Bandaríkjaher var talið að hryðjuverkamenn væru á ferð. Nöfn tveggja þeirra sem létust hafa verið gefin upp, Saleh al-Tays og Abdullah al-Tays en þeir voru áður fyrr á lista yfir meinta Al-Qaeda liða hjá stjórnvöldum í Jemen.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert