Færri mótmæltu í Kænugarði í dag

Talið er að um 100 þúsund manns hafi tekið þátt í mótmælum í Kænugarði í Úkraínu í dag. Krafa mótmælenda er að hætt verði við samninga sem stjórnvöld gerðu við Rússa í síðustu viku og að haldi verði áfram viðræðum um nánara samstarf við Evrópusambandið. Mótmælendur krefjast líka að ríkisstjórnin segi af sér og efnt verði til forsetakosninga.

Þetta er fimmti sunnudagurinn í röð sem efnt er til mótmæla í borginni. Mótmælin voru fjölmennari síðasta sunnudag, en þá er talið að um hálf milljón manna hafi tekið þátt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert