Fyrrverandi ráðherra dæmdur

Denis MacShane
Denis MacShane AFP

Fyrrverandi Evrópumálaráðherra Bretlands, Denis MacShane, var í dag dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa falsað kostnaðarreikninga.

MacShane var þingmaður Verkamannaflokksins og Evrópumálaráðherra í ríkisstjórn Tony Blair, játaði að hafa falsað fjölmarga reikninga, alls fyrir 12.900 pund, 2,5 milljónir króna. Um var að ræða ferðalög til meginlands Evrópu, meðal annars til Parísar vegna dómnefndarstarfa í bókmenntum.

Verður honum gert að afplána helming dómsins og greiða 1.500 pund í málskostnað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert