Slanga drap öryggisvörð

AFP

Lögregla á Balí brýnir fyrir ferðamönnum að vera á verði eftir að fjögurra metra löng kyrkislanga drap öryggisvörð á lúxushóteli við ströndina.

Ekki hefur tekist að fanga slönguna en hún réðst á öryggisvörðinn á Hyatt-hóteli sem er á Sanur-svæðinu. Hótelið er lokað tímabundið vegna viðgerða.

Öryggisvörðurinn, Ambar Arianto Mulyo, sá slönguna og reyndi að ná henni. Greip hann um haus hennar með hægri hendi og halann með þeirri vinstri en slangan reyndist sterkari og hringaði sig um háls Mulyo og kyrkti.

Félagar hans sem voru með honum segjast hafa verið of hræddir til þess að grípa inn í og bjarga honum frá slöngunni.

Slangan lét sig síðan hverfa og er enn leitað og eru gestir á nálægum hótelum beðnir að hafa varann á.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert