Takmörkunum aflétt

Fáni Evrópusambandsins.
Fáni Evrópusambandsins. AFP

Frá og með deginum í dag er íbúum í Búlgaríu og í Rúmeníu frjálst að starfa án nokkurra takmarkana í öllum aðildarríkjum Evrópusambandsins.

Rúmenía og Búlgaría gengu í ESB árið 2007. Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins, að nokkur aðildarríki ESB hefðu samþykkt takmarkanir gagnvart íbúum landanna, sem eru fátækustu ESB-ríkin. 

Réttindi íbúa til að vinna og sækja um bætur voru takmarkaðar fyrstu sjö árin. 

Í auðugri ríkjum ESB óttuðust sumir meiriháttar búferlaflutninga frá löndunum. 

Þá hefur Lettland bæst í hóp þeirra ríkja sem hafa tekið upp evru, en landið er það átjánda í röðinni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert