Bandarískur ísbrjótur til bjargar

Bandaríski ísbrjóturinn Polar Star lagði af stað í dag til Suðurheimskautsins til þess að aðstoða rússneska rannsóknaskipið Akademik Shokalskiy og kínverska ísbrjótinn Snædrekann (Xue Long) sem eru föst í ís á svæðinu. Snædrekinn kom rússneska skipinu upphaflega til bjargar en festist síðan sjálft.

Polar Star lagði af stað frá Sydney í Ástralíu og er gert ráð fyrir að það taki skipið sjö daga að komast á leiðarenda. Akademik Shokalskiy var á leið til Suðurskautslandið til þess að rannsaka bráðnun jökla á svæðinu þegar það festist í ísnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert