Merkel slasaðist á skíðum

Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands. EPA

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, féll og slasaðist er hún var á skíðagöngu að sögn talsmanns hennar. Hún hefur aflýst öllum fyrirhuguðum fundum vegna slyssins.

Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins, að Merkel hafi brákað bein í mjaðmagrind er hún var á skíðagöngu í Alpahéraðinu Engandine í Sviss. Þetta er haft eftir talsmanni kanslarans, Steffen Seibert

Hann segir ennfremur, að Merkel þurfi helst að liggja næstu þrjár vikurnar á meðan hún er að jafna sig. Hún er nú þegar búin að aflýsa nokkrum heimsóknum. Merkel marðist jafnframt talsvert í slysinu. 

Seibert segir að Merkel hafi ekki verið á mikilli ferð þegar hún féll. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert