Bauð Merkel í heimsókn

Obama bauð Merkel í heimsókn til Washington í dag.
Obama bauð Merkel í heimsókn til Washington í dag. AFP

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hafði í dag samband við Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og bauð henni í heimsókn til Washington. Með þessu rétti hann út sáttahönd, en Merkel tók illa í þær fréttir á síðasta ári að sími hennar hefði verið hleraður af Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA).

Upplýsingarnar um hleranirnar voru meðal þeirra gagna sem uppljóstrarinn Edward Snowden lak.Obama hringdi í Merkel og sagðist senda henni batakveðjur vegna skíðaslyss sem hún lenti í um jólin.

Seinna í þessum mánuði mun Obama flytja ræðu til þjóðar sinnar þar sem hann mun fjalla um hvernig hleranir og upplýsingasöfnun NSA verði bætt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert