Drengur pyntaður til bana

Mynd af Facebook-síðu NYPD

Barnfóstra hefur verið handtekin eftir að fjögurra ára gamall drengur fannst látinn í glæsiíbúð í New York. Á drengnum voru sjáanlegir áverkar, skurðir á handleggjum og fótleggjum og þá voru einnig brunasár á líkama hans. Þetta hefur fréttastofa CNN eftir lögregluþjóni. Drengurinn var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi í New York.

Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að drengurinn hafi verið með skelfilega áverka. Svo virðist sem hann hafi verið beittur ofbeldi dögum saman.

Barnfóstran, sem er 28 ára gömul, hefur ekki verið ákærð. Hún játaði ekki að hafa myrt drenginn en að sögn lögreglu hefur hún játað að hafa beitt hann ofbeldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert