Angist sem tekur ekki enda

Nærri þrjátíu þúsund hafa þurft að yfirgefa heimili sín frá því eldgos hófst í fjallinu Sinabung í Indónesíu í október en það hefur staðið síðan. Í fimm kílómetra radíus frá gígnum liggur þykk aska yfir öllu og hefur kæft gróður og þar með spillt lífsviðurværi íbúa á svæðinu. Alls óvíst er hvenær eldfjallið sofnar að nýju.

Allir hrísgrjónaakrar eru ónýtir og hafa íbúar því engin hrísgrjón. Bændur þurfa að reyna sjá fyrir sér og sínum á annan hátt og eru dæmi um bændur sem hafa snúið sér að því að veita ferðamönnum sem vilja berja eldsumbrotin augum þjónustu.

Sinabung hafði verið til friðs undanfarin 400 ár, eða þangað til árið 2010 þegar það tók að bæra á sér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert