Hver fær að láta renna í drottningarbaðið?

Buckingham-höll í London.
Buckingham-höll í London. AFP

Buckinghamhöll auglýsti í dag eftir húshjálp. Meðal verkefna verður að láta renna í bað og skenkja te.

Sá sem hreppir starfið fær 14.400 pund í árslaun, tæpar þrjár milljónir króna. Starfsmaðurinn mun bera ábyrgð á „hágæða hreingerningu“ og að sjá um gesti hallarinnar.

Meðal verkefna verður að sjá um að koma fatnaði í hreinsun, sjá um skartgripi, láta renna í bað, aðstoða íbúana við að klæða sig og að skenkja te á morgunverðarborðið.

Auglýsingin er reyndar mun ýtarlegri. Þar kemur fram að viðkomandi starfsmaður þurfi að sjá um að teppin séu hrein, að húsgögn séu bónuð og silfur pússað.

Starfsmaðurinn verður að hafa gott auga fyrir smáatriðum og gæti þurft að starfa utan London í allt að þrjá mánuði á ári.

Fæði og húsnæði er innifalið í atvinnutilboðinu.

Um 1.200 manns starfa fyrir bresku konungsfjölskylduna, m.a. garðyrkjumenn, kokkar og ritarar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert