Flóðbylgja skall á smábátahöfn

Aurskriða sem féll út í sjó við norska bæinn Statland í Norður-Þrændalögum varð til þess að skapa flóðbylgju sem gekk yfir smábótahöfn bæjarins og stórskemmdi hana. Hvorki er talið að meiðsli hafi orðið á fólki vegna aurskriðunnar né flóðbylgjunnar.

Á fréttavefnum Adressa segir að aurskriðan hafi verið um kílómetri á breidd. Hús á svæðinu hafa verið rýmd enda er talið að fleiri aurskriður kunni að falla. Greint er frá því að á milli fjörutíu og fimmtíu hús hafi verið rýmd.

Fjöldi björgunarsveitarmanna eru á svæðinu, bæði við smábátahöfnina og eins þar sem aurskriðan féll og er von á fleirum, því þrátt fyrir að ekki hafi verið tilkynnt um slys á fólki hefur enn ekkert verið útilokað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert