Naumur meirihluti í Sviss

Kjósendur bíða í röð fyrir utan kjörstað í Sviss í …
Kjósendur bíða í röð fyrir utan kjörstað í Sviss í dag. WALTER BIERI

50,4% svissneskra kjósenda vilja afnema rétt íbúa Evrópusambandsríkja til að setjast að í landinu. Kjósendur hafa skipst í tvær fylkingar í afstöðu sinni til málsins, en þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram í dag. Ekki var ljóst hver niðurstaðan yrði fyrr en búið var að telja öll atkvæðin.

Svissneski þjóðarflokkurinn, sem vill stemma stigu við straumi innflytjenda í landinu, beitti sér fyrir atkvæðagreiðslunni. Stuðningsmenn tillögunnar segja að fjöldi innflytjenda sé alltof mikill. Andstæðingar tillögunnar segja hins vegar að innflytjendur séu mikilvægir fyrir svissneskt atvinnulíf.

Svissneska þingið þarf einnig að samþykkja tillöguna til að hún taki gildi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert