Eins og Sasha og Malia

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna og Francois Hollande Frakklandsforseti á blaðamannafundi …
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna og Francois Hollande Frakklandsforseti á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. EPA

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að Bretland og Frakkland væru eins og ástkærar dætur hans, Sasha og Malia, sem hann gæti ekki valið á milli. Þannig svaraði forsetinn spurningu fransks blaðamanns um hvort Frakkland væri ekki meiri bandamaður Bandaríkjanna en Bretland.

„Ég á tvær dætur, “ svaraði Obama er hann stóð við hlið Francois Hollande Frakklandsforseta í Hvíta húsinu í dag. „Þær eru báðar yndislegar og dásamlegar og ég gæti aldrei valið á milli þeirra. Og þannig er mér innanbrjósts varðandi samherja okkar í Evrópu. Þeir eru allir dásamlegir á sinn hátt.“

Hollande er nú í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum þar sem hann ræðir m.a. við ýmsa fulltrúa úr fjármála- og viðskiptalífinu með það fyrir augum að fá aukið fjármagn til Frakklands. Þá ræða forsetarnir ýmis alþjóðamál, m.a. málefni Írans og hryðjuverkaógnina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert