Á móti hjónaböndum samkynhneigðra

AFP

Biskupar við ensku biskupakirkjuna segja að prestar innan kirkjunnar eigi ekki að blessa hjónabönd samkynhneigðra líkt og lagt er til í innanhússskýrslu á síðasta ári.

Biskuparáðið (House of Bishops) hefur nú birt álit sitt vegna nýrra laga sem heimila hjónabönd samkynhneigðra á Englandi og Wales. Er gert ráð fyrir að fyrsta hjónavígslan verði nú í mars.

Jafnframt telur biskuparáðið ekki rétt að þeir sem eru í samkynhneigðum hjónaböndum vígist sem biskupar, prestar eða djáknar.

Frá árinu 2005 hafa samkynhneigðir getað gengið í hjónaband ef vígslan er borgaraleg í Bretlandi. Eins hafa þeir notið sömu lagalegra réttinda og þeir sem eru í gagnkynhneigðum hjónaböndum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert